Saga Miura er saga um fjölskyldu, ástríðu og nákvæmni. Hún snýst um mátt snertingar og óbilandi trú á mikilvægi á smáatriðina.
Ég man ennþá eftir því þegar ég sótti fyrsta Miura settið mig í Florida á sínum tíma, mér fannst ég vera í sjöunda himni, var hálf hræddur að slá fyrstu boltana, svona líklega eins og fara út í bíltúr í nýja Ferrari-inum sínum og hræddur að keyra á.
En það var óþarfi, þær hafa dugað mér í áratug enda er þetta fjárfesting til framtíðar með góðri umhirðu og ást.
Allar Miura kylfur eru handgerðar úr sérvöldu efni og framleiddar eftir nákvæmustu aðferðum og eru t.d. frávik í þyngd aðeins +/- 0,5gr sem er fáheyrt.
Stofnandi Miura hefur unnið við þetta í 66 ár þegar þetta er skrifað, og hann situr enn þann dag í dag við slípiband #1 og framleiðir kylfuhaus fyrir þá sem vilja það besta.
Adam Scott í samstarfi við Miura framleiddu AS-1 járnin 2023 og var hann agndofa yfir ferlinu hjá þeim. Og járnin maður lifandi, þvílíka fegurðin.
Hérna er skemmtilegt myndband af því þegar Adam Scott fer í verksmiðju Miura í Japan.
Ég fór í gegnum nokkra mánaðar ferli hjá Miura til að fá nafnbótina "'build' status as a Miura Dealer". Ég fékk efni í kylfur til að smíða og senda út, zoom fundir ofl ofl en að lokum tókst þetta og gæti ekki verið ánægðari með nafnbótina.
Hérna getur þú farið á vefsíðu Miura og séð hvaða járn frá þeim myndu hennta þér í fljótu bragði. Síðan getur þú mætt til mín og fengið að prufa þá járn sem þig langar í.