Viðurkenndur "build to order" söluaðili Miura Golf.

January 29, 2024

Viðurkenndur

Það var góð tilfinning í dag þegar ég fékk póst frá Miura sem hófst á setningunni "We are delighted to grant you ‘build’ status as a Miura Dealer" eftir frekar langt og strangt ferli núna í nokkra mánuði.

Ferlið hófst í raun í september, með póstum og Zoom videofundum. Síðan þurftu þeir meðmæli frá kennurunum hjá Mitchell Golf þar sem ég tók Masterclass í haust. Svo sendu þeir mér efni til að smíða kylfu eftir nákvæmum spekkum og senda út til þeirra í skoðun. Kylfan var síðan skoðuð af einum færasta kylfusmið í Evrópu og fékk ég punkta og spurningar sem ég svaraði skriflega. Síðan var annar Teams videofundur þar sem farið var yfir ferlið og svo loksins eftir það var umsóknarferlið samþykkt.
Miura er nafn í golfheiminum sem alltaf er tengt við gæði í gegn. Hver einasta kylfa sem kemur frá þeim er handgerð af Miura feðgum, og situr Katshuhiro Miura ennþá 83 ára gamall á stól #1 við slípibandið og hefur unnið við þetta í 66 ár og er hann náskyldur einum færasta Samurai sverðsmið Japana Hattori Hanzo. Frávikin í hverjum kylfuhaus eru +/- 0,5gr sem engin annar getur státað af.
Þannig að ég held að Kylfusmiðjan sé fyrst á Íslandi til að hljóta þessa nafnbót frá Miura og er það gríðarlegur heiður og ekki fjölmennur klúbbur. Að geta pantað kylfuhausana staka og smíðað sett 100% eftir óskum viðskiptavinarins er bara draumur hvers kylfusmiðs held ég.
Nú fer bara ferlið í gang að birgja sig upp af kylfuhausum ofl og fljótlega verður hægt að panta Rolls Royce golfkylfnana hjá Kylfusmiðjunni.