Tveir nýjir japanskir framleiðendur lenda hjá Kylfusmiðjunni.

July 14, 2024

Tveir nýjir japanskir framleiðendur lenda hjá Kylfusmiðjunni.

Mikil ánægja að kynna 2 nýja japanska framleiðendur á járnum sem verða í boði hjá Kylfusmiðjunni. 

Japan er algjör leiðandi í framleiðslu á forged járnum í heiminum og þessir tveir framleiðendur sem bætast í hóp Miura og Mizuno eru þar engin undantekning. 

 

Fourteen golf. 

Fourteen golf var stofnað 1981 af Takamitsu Takebayashi. Virkilega fallegar kylfur og frábær járn og á mjög viðráðanlegu verði miðað við gæðin sem þeir bjóða. Hægt að lesa um sögu þeirra hérna https://www.fourteengolf.us/pages/ourstory DEMO járn komin í hús. 

 

ProtoConcept golf.

ProtoConcept er ekki gamalt fyrirtæki, var stofnað árið 2019 en nú þegar orðið stórt merki á japönskum markaði, var t.d. Lydia Ko með járnin þeirra í pokanum 2023.