Það hlaut að koma að því, Kylfusmiðjan hefur bætt við vöruúrvalið hjá sér og nú er hægt að fá vinsælustu kylfur landsins hjá okkur.
PING þarf varla að kynna fyrir Íslendingum, það er næstum hægt að þekkja hóp íslenskra kylfinga erlendis því PING er það oftast í forgrunni.
Fyrst til að byrja með verð ég með nýju G440 driver, tré og hybrid í DEMO, en á næstu dögum/vikum bætast við öll járn sem í boði eru.
Einnig verður hægt að fá Púttera, töskur og flest sem PING selur hjá mér.
Komdu í mælingu við bestu aðstæður og tækni og sjáðu hvort PING sé eitthvað fyrir þig.