Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum golfurum stormurinn sem LAB Golf hefur hrunið af stað síðustu árin.
Það er mér sönn ánægja að tilkynna að ég er kominn með fyrstu stock pútterana til mín og held ég að það sé bara upphafið af einhverju frábæru.
LAB stendur fyrir Lie Angle Balance sem hjálpar kylfingum áreynslulaust að koma pútternum beinum á boltann við impact.
Ég hef fengið frá þeim sérstakan pútter líka til að mæla fólk fyrir LAB sem þeir mæla með þótt stock pútterar séu mest seldir hjá þeim. Ekki er hægt að breyta lofti og legu eftir að þeir eru gerðir.
Þannig er hægt að koma í mælingu hjá mér, fá nákvæmlega loft, legu og lengd og svo er hægt að velja liti, sköft, grip, headcover ofl ofl.
Mæli með að kíkja á þetta myndband.
Og einn sá allra flottasti í bransanum Adam Scott var með þeim fyrstu á túrnum að nota LAB Golf, og að lokum hannaði hann með þeim þann pútter sem er hvað vinsælastur núna, OZ.1 og OZ.1i.
Þannig að gaman að Adam Scott hefur bæði aðstoðað við hönnum á LAB Golf pútter, og líka á Miura járnum, mikill smekkmaður og er ekki bundin neinum framleiðanda og getur því valið sem hentar best.